Í reglugerð,1) sem menntamálaráðherra setur, skal kveðið nánar á um starfsemi örnefnanefndar. Skulu þar m.a. vera ákvæði um undirbúningsferli ákvarðana nefndarinnar um nafnsetningar á landabréf, þar á meðal um að örnefni, sem ágreiningur er um, skuli auglýst fyrir almenningi með hæfilegum fyrirvara þannig að hverjum þeim sem telur sig búa yfir vitneskju eða ábendingum, er að haldi komi, gefist færi á að kynna nefndinni álit sitt. Einnig má þar setja ákvæði um sambærilegt undirbúningsferli að annars konar ákvörðunum nefndarinnar.]2)
1)Rg. 136/1999.2)L. 40/1998, 1. gr.