Lagasafn. Uppfært til 1. október 1999. Útgáfa 124. Prenta í tveimur dálkum.
Skip: Hvert það far sem er sex metrar á lengd eða lengra, mælt milli stafna, og notað á sjó.
Leiðsögumaður: Sá sem fengið hefur löggildingu til leiðsögu skipa um ákveðið svæði.
Leiðsöguskylda: Skylda til að nota leiðsögumann við siglingu skipa um ákveðið svæði eða við ákveðnar aðstæður.
Hafnsögumaður: Leiðsögumaður sem fengið hefur löggildingu til leiðsögu skipa um ákveðið hafnarsvæði. Hafnsögumaður er ráðinn af viðkomandi hafnarstjórn.
Hafnsöguskylda: Skylda til að nota hafnsögumann við siglingu skipa um ákveðið hafnarsvæði eða við ákveðnar aðstæður.
Hafnarsvæði: Svæði við höfn sem nánar er tilgreint í reglugerð.
Umboðsmaður: Sá sem annast milligöngu útgerðar eða leigutaka skips og stjórnvalda.
Hættuleg efni: Efni sem hættuleg teljast samkvæmt skilgreiningu Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO Dangerous Goods Code).
1)L. 7/1996, 23. gr.2)Rg. 320/1998
.1)Rg. 320/1998
. Rg. 710/1998.2)L. 62/1993, 5. gr. Augl. 569/1993.