Verkefni Ferðamálaráðs eru þessi:
- 1.
- Skipulagning og áætlanagerð um íslensk ferðamál.
- [2.
- Rannsóknir og kannanir á sviði ferðamála.]1)
- [3.]
- 1) Landkynning og markaðsmál.
- [4.]
- 1) Þátttaka í fjölþjóðlegu samstarfi um ferðamál.
- [5.]
- 1) Ráðgjöf og aðstoð við aðila ferðaþjónustunnar og samræming á starfsemi þeirra.
- [6.]
- 1) Skipulagning náms og þjálfunar fyrir leiðsögumenn samkvæmt sérstakri reglugerð þar að lútandi.
- [7.]
- 1) Skipulagning námskeiða fyrir aðila ferðaþjónustunnar um samskipti og þjónustu við ferðamenn.
- [8.]
- 1) Forganga um hvers konar þjónustu- og upplýsingastarfsemi fyrir ferðamenn.
- [9.]
- 1) Starfræksla sameiginlegrar bókunarmiðstöðvar í samvinnu við aðila ferðaþjónustunnar.
- [10.]
- 1) Samstarf við [Náttúruvernd ríkisins]2) og aðra hlutaðeigandi aðila um að umhverfi, náttúru- og menningarverðmæti spillist ekki af starfsemi þeirri sem lög þessi taka til.
- [11.]
- 1) Frumkvæði að fegrun umhverfis og góðri umgengni á viðkomu- og dvalarstöðum ferðafólks. Samstarf við einkaaðila og opinbera aðila um snyrtilega umgengni lands í byggðum sem óbyggðum.
- [12.]
- 1) Könnun á réttmæti kvartana um misbresti á þjónustu við ferðamenn.
- [13.]
- 1) Undirbúningur og stjórn almennra ráðstefna um ferðamál.
- [14.]
- 1) Önnur þau verkefni sem Ferðamálaráð ákveður eða því eru falin með lögum þessum eða á annan hátt.
1)L. 14/1999, 4. gr.2)L. 93/1996, 41. gr.