Lagasafn. Uppfært til 1. október 1999. Útgáfa 124. Prenta í tveimur dálkum.
Til þess telst Reykjavík.
Til þess teljast: Gullbringusýsla, Grindavíkurkaupstaður, Keflavíkurkaupstaður, Njarðvíkurkaupstaður, Kjósarsýsla, Garðakaupstaður, Hafnarfjarðarkaupstaður, Kópavogskaupstaður og Seltjarnarneskaupstaður.
Til þess teljast: Borgarfjarðarsýsla, Akraneskaupstaður, Mýrasýsla, Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla, Ólafsvíkurkaupstaður og Dalasýsla.
Til þess teljast: Austur-Barðastrandarsýsla, Vestur-Barðastrandarsýsla, Vestur-Ísafjarðarsýsla, Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarkaupstaður, Norður-Ísafjarðarsýsla og Strandasýsla.
Til þess teljast: Vestur-Húnavatnssýsla, Austur-Húnavatnssýsla, Skagafjarðarsýsla, Sauðárkrókskaupstaður og Siglufjarðarkaupstaður.
Til þess teljast: Eyjafjarðarsýsla, Akureyrarkaupstaður, Dalvíkurkaupstaður, Ólafsfjarðarkaupstaður, Suður-Þingeyjarsýsla, Húsavíkurkaupstaður og Norður-Þingeyjarsýsla.
Til þess teljast: Norður-Múlasýsla, Seyðisfjarðarkaupstaður, Suður-Múlasýsla, Eskifjarðarkaupstaður, Neskaupstaður og Austur-Skaftafellssýsla.
Til þess teljast: Vestur-Skaftafellssýsla, Vestmannaeyjakaupstaður, Rangárvallasýsla, Árnessýsla og Selfoss.
Reykjavíkurkjördæmi | 14 þingsæti |
Reykjaneskjördæmi | 8 þingsæti |
Vesturlandskjördæmi | 5 þingsæti |
Vestfjarðakjördæmi | 5 þingsæti |
Norðurlandskjördæmi vestra | 5 þingsæti |
Norðurlandskjördæmi eystra | 6 þingsæti |
Austurlandskjördæmi | 5 þingsæti |
Suðurlandskjördæmi | 6 þingsæti |
1)L. 92/1991, 97. gr.2)L. 9/1995, 5. gr.
1)L. 9/1995, 6. gr.2)L. 10/1991, 4. gr.
1)L. 9/1995, 8. gr.2)L. 10/1991, 7. gr.
1)L. 9/1995, 14. gr.2)L. 10/1991, 12. gr.
Prenta skal listana á eyðublaðið, hvern við annars hlið, í röð eftir bókstöfum þeirra. Niður undan bókstaf hvers lista, sem skal vera stór og greinilegur og standa yfir miðjum listanum, skulu vera nöfn frambjóðenda listans í réttri röð ásamt stöðu og heimili, ef nauðsyn þykir til auðkenningar. Listarnir skulu aðgreindir með feitum langstrikum, og skal að minnsta kosti 1/2 cm breitt bil vera fyrir framan nöfnin á hverjum lista.
Þess skal getið um hvern lista fyrir hvaða stjórnmálasamtök hann er í kjöri á þann hátt að prenta með skýru letri neðan við listabókstafinn en ofan við nöfnin á listanum: Listi … (nafn stjórnmálasamtakanna).1)L. 10/1991, 22. gr.2)L. 92/1991, 97. gr.3)Leiðbeiningar 120/1991
.1)L. 92/1991, 97. gr.2)L. 10/1991, 24. gr.
1. áfangi: Fyrst skal úthluta þingsætum til lista með atkvæðatölu sem nemur 4/5 af kjördæmistölu eða meira. Þessum áfanga lýkur jafnskjótt og ekki finnast fleiri slíkar atkvæðatölur, enda hafi ákvæði d-liðar 2. mgr. áður verið beitt ef við á.
2. áfangi: Næst skal ráðstafa einu þingsæti, ef unnt er, til hvers kjördæmis sem ekki hlaut úthlutun í fyrsta áfanga. Í þessum áfanga skal þó ganga fram hjá lista hafi hann ekki fengið a.m.k. 7% gildra atkvæða í kjördæmi sínu.
3. áfangi: Þá skal ljúka úthlutun í öllum kjördæmum.
4. …1)
Yfirkjörstjórn tekur saman þá kjörseðla þar sem engin breyting hefur verið gerð á listanum. Þar telst efsta nafn listans vera í fyrsta sæti, næsta nafn í öðru sæti o.s.frv. Næst tekur yfirkjörstjórn alla þá kjörseðla þar sem kjósendur hafa gert einhverjar breytingar á röð frambjóðenda og telur atkvæði hvers frambjóðanda í hvert sæti listans.
Landskjörstjórn skal raða nöfnum frambjóðenda á hverjum lista þannig að sá, sem hlotið hefur flest atkvæði í 1. sæti, samkvæmt næstu málsgrein hér á undan, hlýtur það sæti. Sá frambjóðandi, að þessum slepptum, sem hlotið hefur flest atkvæði í 1. og 2. sæti samanlagt, hlýtur 2. sætið o.s.frv. uns raðað hefur verið í sæti svo mörgum frambjóðendum listans að ljóst sé hverjir teljast þingmenn hans í kjördæminu og hverjir varaþingmenn.Hér undir heyrir sérstaklega, ef maður telur sig til málamynda eiga lögheimili í kjördæmi, aðeins til þess að verða settur þar á kjörskrá.
1)L. 9/1995, brbákv. I. og II.