undanþegnar öllum beinum sköttum; það er þó áskilið, að Sameinuðu þjóðirnar fari ekki fram á undanþágu frá sköttum, sem í eðli sínu eru endurgjald fyrir tiltekin hlunnindi;
undanþegnar tollum og hvers konar hömlum og banni á inn- og útflutningi, að því er snertir muni, sem Sameinuðu þjóðirnar flytja til lands eða frá til eigin notkunar. Það er þó áskilið, að eigi skuli munir, sem þannig eru fluttir inn, seldir í því landi, án þess að fylgt sé þeim skilyrðum, sem ríkisstjórn þess lands kann að setja;
undanþágu fyrir sjálfa sig og maka sína frá innflytjendahömlum, skráningu útlendinga eða þegnskyldu í því ríki, sem þau dvelja í eða ferðast gegnum við skyldustörf sín;
annarra þeirra sérréttinda, sem ekki eru ósamrýmanleg því, er að ofan segir og fulltrúar erlendra ríkja njóta, þó þannig, að embættismenn þessir skulu ekki eiga rétt á undanþágu frá tollgreiðslum á innfluttum vörum (öðrum en persónulegum farangri) eða frá leyfisgjöldum og söluskatti.
eiga, þegar ófriður vofir yfir, kost á fyrir sjálfa sig, maka og skyldmenni á þeirra framfæri sömu hlunnindum varðandi heimflutning og fulltrúar erlendra ríkja;
deilumála, sem snerta embættismann Sameinuðu þjóðanna, sem vegna embættis síns nýtur sérréttinda, enda hafi aðalritari eigi fallið frá þeim sérréttindum.